Kona sem fann fimm ára gamalt súkkulaði stykki undir sófapullu seldi það á netinu fyrir rúmlega 26 þúsund íslenskar krónur. Rebecca Wells sem býr í Stoke-on-Trent á Englandi fann Wispa súkkulaðistykki sem Cadbury's hætti að framleiða 2003.
Wells hætti við að gæða sér á súkkulaðinu og lét ágóðann af sölunni renna til góðgerðarstarfsemi. Súkkulaðistykkið hennar rann út á síðasta neysludegi 28. apríl 2004.
Cadbury's hóf framleiðsluna á þessari tegund súkkulaðis á nýjan leik í október síðast liðnum eftir herferð áhugamanna um áframhaldandi sölu á því á netinu.
Fréttavefurinn Ananova skýrði frá því að Wells hafi verið að leita að dóti til að selja á eBay þegar hún fann súkkulaðistykkið.