Sektuð fyrir að neita að selja lesbíu hvolp

Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð fann í dag konu sem neitað hafði að selja lesbíu hvolp seka um mismunun og gerði henni að greiða sekt sem svarar 200.000 íslenskum krónum.

Konan, Anette Sjöholm, er 51 árs og hafði auglýst hvolpa til sölu. Smila Bergström hafði samband við hana og falaðist eftir einum hvolpinum, en þegar Bergström nefndi í samtali þeirra að hún hefði búið með konu hætti Sjöholm við að selja hvolpinn, að því er fréttastofan TT greinir frá.

Mun Sjöholm hafa útskýrt fyrir Bergström að hún treysti ekki samkynhneigðu fólki, og kvaðst hafa lesið það að klæðskiptingar misþyrmdu dýrum.

Niðurstaða áfrýjunarréttarins er í samræmi við úrskurð undirréttar í málinu í hittiðfyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka