Illa farið með lamaðan mann

Fjórum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi eftir að þeir hentu manni úr hjólastól á gólfið svo þeir gætu leitað á honum. Maðurinn er lamaður frá bringu og niður úr. 

Hjólastól Brians Sterners var hallað þannig að hann féll á gólfið á lögreglustöð í Flórída í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Sterner var á lögreglustöðinni er sú að hann hafði verið handtekinn vegna umferðarlagabrots, að því er fram kemur á vef BBC

Sterner lenti í slysi árið 1994 og hefur ekki getað gengið síðan. Hann getur notað handleggina að hluta og getur þ.a.l. ekið bifreið. 

Atvikið átti sér stað í janúar sl. og það náðist á eftirlitsmyndavél sem staðsett er í fangelsi í Hillsborough sýslu.

Lögreglukonan Charlette Marshall-Jones hefur verið send í launalaust leyfi. Hún hallaði hjólastól mannsins með þeim afleiðingum að hann féll á gólfið.

Félagar hennar hafa verið sendir í leyfi á meðan málið er í rannsókn.

Sterner var handtekinn á heimili sínu fyrir að hafa gerst sekur um umferðalagabrot.

Eftir að hann var fluttur á lögreglustöðina til bókunar báðu lögreglumennirnir hann um að rísa á fætur. Þar sem Sterner er lamaður gat hann ekki orðið við ósk lögreglumannanna.

Hann segir að það hafi farið í taugarnar á lögreglukonunni að hann hafi ekki orðið við beiðni hennar. Hún gekk því aftur fyrir hjólastólinn og lyfti honum upp með þeim afleiðingum að Sterner féll. Lögreglukonan hóf í framhaldinu að leita í vösum mannsins.

Lögreglustjórinn segir aðfarir lögreglumannsins óverjandi og að það sé við hæfi að honum verði vikið úr starfi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Loka