Níræð kona í Colorado, Geraldine Palmer, tvíhenti öxi og braust inn á sitt eigið heimili á laugardagskvöldið, eftir að hún hafði fyrir slysni læst sig úti í hörkufrosti.
Palmer fór út á veröndina til að ná í hluti sem höfðu blotnað, en útidyrnar skelltust í lás, og rúmlega tveggja metra hár snjóruðningur kom í veg fyrir að hún Palmer kæmst út af veröndinni.
Hún greip því til gamallar axar sem hún hafði einu sinni notað til að höggva eldivið. Hún segist hafa þurft að berja nokkrum sinnum í rúðuna í útihurðinni áður en hún brotnaði. Eftir það gat hún teygt hendina inn og opnað.