Þyngsti maður heims léttist um 230 kíló

Manuel Uribe þegar hann hélt upp á að hafa misst …
Manuel Uribe þegar hann hélt upp á að hafa misst 180 kíló. AP

Þyngsti maður heims var 570 kíló þegar hann komst í heimsmetabók Guinness árið 2006.  Mexíkaninn Manuel Uribe Smidt hefur nú lést um 230 kíló,en hann var rúmfastur í fimm ár og komst ekki af án aðstoðar fjölskyldumeðlima.

Manuel er 42 ára gamall og ætlar að halda uppá áfangann.  „Ég ætla að halda stóra veislu, og ég ætla út úr húsi," sagði Manuel Uribe sem býr í Monterrey í norður-Mexíkó.

Læknar frá Bandaríkjunum, Ítalíu og Mexíkó hafa reynt að hjálpa Manuel að léttast með mataræði og líkamsæfingum.  Manuel stefnir á að missa 120 kíló til viðbótar á næstu fjórum árum.  „Mér líður vel og læknar segja að ég sé heilbrigðari en ég hef nokkurn tíma verið," sagði Manuel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir