Í mál við veðmangarann

Breski spilafíkillinn, Graham Calvert, hefur höfðað mál gegn breska veðmangarafyrirtækinu William Hill. Calvert bað sjálfur fyrirtækið um að loka reikningi sínum vegna spilafíknar sinnar, engu að síður gat hann seinna spilað fyrir 3,5 milljónir punda, um 460 milljónir króna án athugasemda.

Calvert er 28 ára gamall hundaþjálfari hann tapaði alls á ævintýrinu 2,1 milljón punda, hátt á þriðja hundrað milljóna króna, þar á meðal rúmum 45 milljónum á einu veðmáli þar sem hann veðjaði á að Bandaríkjamenn ynnu Ryder bikarinn árið 2006.

Lögfræðingar Calverts segja að þarna reyni á sjálfsútilokunarreglur veðmálafyrirtækja þar sem viðskiptavinir sem telja sig eiga við spilafíkn að etja geta sjálfir krafist þess að reikningum þeirra hjá veðmöngurum verði lokaði í minnst sex mánuði.

„Hver sem ástæðan er þá fylgdi William Hill ekki starfsreglum sínum, með hrikalegum afleiðingum." segir lögfræðingur Calverts.

Calvert segir sjálfur að ef hann hefði áttað sig á vandanum en ekkert gert þá hefði hann ekkert í höndunum gegn Will Hill. „En staðreyndin er sú að ég reyndi, og fór eftir réttum leiðum."

Þótt Calvert vinni málið þá verður eflaust erfitt fyrir hann að koma lífi sínu á réttan kjöl því spilafíknin varð til þess að hann missti fyrirtækið, hjónabandið og hundaþjálfunarleyfið.

Will Hill er eitt stærsta veðmangarafyrirtæki Bretlands og rekur 2.000 skrifstofur í landinu auk þess að vera umsvifamikið á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup