Í mál við veðmangarann

Breski spilafík­ill­inn, Gra­ham Cal­vert, hef­ur höfðað mál gegn breska veðmang­ara­fyr­ir­tæk­inu William Hill. Cal­vert bað sjálf­ur fyr­ir­tækið um að loka reikn­ingi sín­um vegna spilafíkn­ar sinn­ar, engu að síður gat hann seinna spilað fyr­ir 3,5 millj­ón­ir punda, um 460 millj­ón­ir króna án at­huga­semda.

Cal­vert er 28 ára gam­all hundaþjálf­ari hann tapaði alls á æv­in­týr­inu 2,1 millj­ón punda, hátt á þriðja hundrað millj­óna króna, þar á meðal rúm­um 45 millj­ón­um á einu veðmáli þar sem hann veðjaði á að Banda­ríkja­menn ynnu Ryder bik­ar­inn árið 2006.

Lög­fræðing­ar Cal­verts segja að þarna reyni á sjálfsút­i­lok­un­ar­regl­ur veðmála­fyr­ir­tækja þar sem viðskipta­vin­ir sem telja sig eiga við spilafíkn að etja geta sjálf­ir kraf­ist þess að reikn­ing­um þeirra hjá veðmöng­ur­um verði lokaði í minnst sex mánuði.

„Hver sem ástæðan er þá fylgdi William Hill ekki starfs­regl­um sín­um, með hrika­leg­um af­leiðing­um." seg­ir lög­fræðing­ur Cal­verts.

Cal­vert seg­ir sjálf­ur að ef hann hefði áttað sig á vand­an­um en ekk­ert gert þá hefði hann ekk­ert í hönd­un­um gegn Will Hill. „En staðreynd­in er sú að ég reyndi, og fór eft­ir rétt­um leiðum."

Þótt Cal­vert vinni málið þá verður ef­laust erfitt fyr­ir hann að koma lífi sínu á rétt­an kjöl því spilafíkn­in varð til þess að hann missti fyr­ir­tækið, hjóna­bandið og hundaþjálf­un­ar­leyfið.

Will Hill er eitt stærsta veðmang­ara­fyr­ir­tæki Bret­lands og rek­ur 2.000 skrif­stof­ur í land­inu auk þess að vera um­svifa­mikið á net­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir