Mynd af nakinni Venus bönnuð í lestum London

Mynd af Venus eftir þýska málarann Lucas Cranach eldri.
Mynd af Venus eftir þýska málarann Lucas Cranach eldri.

Ráðamenn lestarkerfisins í London hafa verið gagnrýndir fyrir að banna auglýsingaplakat með mynd af klassísku málverki af gyðjunni Venus, en hún er nakin á málverkinu.  Bannað var að setja upp auglýsinguna í neðanjarðarstöðvum í London af þeim ástæðum að hætta var talin að hðun særði blygðunarkennd sumra ferðalanga. 

Auglýsingaplakatið átti að nota í auglýsingaherferð konunglegu listaakademíunnar, Royal Academy, á komandi sýningu á verkum þýska málarans Lucas Cranach eldri.

Talsmenn neðanjarðarlestakerfisins í London segja viðmiðunarreglur hafa verið brotnar, að ekki megi sýna naktar persónur í auglýsingum, og þar sem milljónir manna ferðist í lestunum daglega þurfi að leitast við að ganga ekki fram af fólki.

Listaakademían harmar ákvörðunina og segir fáránlegt að ekki megi nota mynd af málverki sem var málað fyrir 500 árumi.  Vonast þeir til að ráðamenn lestarkerfisins skipti um skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka