Ítalskir vísindamenn segjast hafa þróað leið til að finna G-blettinn dularfulla með hátíðnihljóðbylgjum.
Sumar konur segjast fá öfluga fullnægingu ef tiltekið svæði í leggöngunum er örvað en læknavísindin hafa enn ekki getað staðsett þetta svæði. Í tímaritinu Journal of Sexual Medicine segir frá rannsókn, sem Emmanuele Jannini í L'Aquila háskóla á Ítalíu hafi gert á 20 konum.
Tímaritið New Scientist fjallar einnig um þessa rannsókn og hefur eftir vísindamönnunum að þeir hafi fundið svæði þar sem vefurinn er þykkari á konum, sem segjast fá svonefnda leggangafullnægingu. Notaðar voru hátíðnihljóðbylgjur til að mæla stærð og lögun vefjarins og reyndist hann vera þykkari hjá þeim 9 konum, sem sögðust fá fullnægingu af þessu tagi en hjá hinum 11, sem tóku þátt í rannsókninni.
Umfjöllun BBC um G-blettarannsóknina