Unglingsstúlka eignast aftur þríbura

Sextán ára gömul argentínsk stúlka eignaðist þríbura í vikunni. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta í annað skipti, sem stúlkan eignast þríbura og hún er nú orðin sjö barna móðir.

Stúlkan, sem heitir Pamela, eignaðist son þegar hún var fjórtán ára og síðan eignaðist hún þríbura, þrjár stúlkur, þegar hún var 15 ára. Þríburarnir, sem hún eignaðist nú, eru einnig stúlkur.

Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur þetta mál valdið miklum umræðum í Argentínu og meðal almennings og í lesendabréfum blaða, hefur Pamela verið harðlega gagnrýnd fyrir lauslæti. 

Stúlkan er frá þorpinu Leones í Cordobahéraði. Sveitarstjórnin veitti fjölskyldu Pamelu hús til umráða þegar fyrstu þríburarnir fæddust. Móðir stúlkunnar, sem er hreingerningarkona, segist nú ætla að reyna að fá aukna opinbera aðstoð. Sumir Argentínumenn telja hins vegar að Pamela þurfi frekar ráðgjöf um getnaðarvarnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir