Velti á leið í bílprófið

Quenton Gann, táningur frá Harrisburg, höfuðborg Pennsylvaníu var langt kominn með að læra á bíl þegar hann velti á leið sinni í verklega prófið. Hann hefur verið að æfa sig að skipta um akreinar, leggja í stæði og beygja.

Quenton, sem er 16 ára, var ásamt frænda sínum á leið í prófið í lánsbíl þegar hann lenti á hálkubletti, missti stjórnina og velti bílnum.Bíllinn endaði á gangstétt á milli vegakeilu og raðhúss. Christina Sears, sem býr í raðhúsinu, var í makindum að borða morgunkorn þegar hún heyrði hvell. Christina sagði að kötturinn hennar hafi orðið svo hræddur þegar húsið tók að skjálfa að hárin á bakinu vísuðu öll upp.

Quenton og frændi hans komust frá óhappinu ómeiddir og Quenton hafði orð á því að þrátt fyrir óhappið að þá langaði hann samt að taka bílprófið. Hann ætlaði samt sem áður að láta móður sína taka ákvörðun um næsta skrefið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup