Blautir draumar í vinnunni

Samkvæmt könnuninni eru það fyrst og fremst núverandi makar eða …
Samkvæmt könnuninni eru það fyrst og fremst núverandi makar eða stjörnur sem konurnar hugsa um þegar ímyndunaraflið fer á fullt. Reuters

Á venjulegum átta tíma vinnudegi hugsa konur 34 sinnum um kynlíf samkvæmt nýrri könnun, eða einu sinni á 14 mínútna fresti. Þetta kemur kannski ekki á óvart þar sem ein af hverjum þremur konum kvartar undan kynlífssvelti.

Rúmlega 1.000 konur tóku þátt í könnuninni, sem var gerð fyrir stefnumótasíðuna Dating Direct. Fram kemur að tæpur helmingur kvennanna eru óánægðar með kynlífið, sem leiði til kynlífsóra yfir daginn. 

Þá segja sjö af hverjum 10 konum verja um klukkustund á dag í að hugsa um kynlíf.

Samkvæmt könnuninni eru það fyrst og fremst makar þeirra eða stjörnur sem konurnar ímynda sér njóta ásta með. Næst koma ókunnugir menn, sem konurnar hafa tekið eftir, og fyrrverandi elskhugar.

Fimmtíu og þrjú prósent kvenna viðurkenna að þær séu skotnar í einhverjum í vinnunni.

Þá kemur fram í rannsókninni að um 40% kvenna ímyndi sér að þær séu að njóta ásta með öðrum manni á meðan þær eru að stunda kynlíf með sínum maka. Sjö prósent þeirra hafa hrópað nafn annars manns á meðan ástaratlotunum stóð.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup