Blindfullur á 200 km hraða á móti umferð

Franskur ökumaður mun væntanlega ekki sjá ökuskírteinið sitt í langan tíma en hann var handtekinn í Belgíu í dag eftir að hafa ekið á móti umferðinni á um 40 km kafla á hraðbraut á allt að 200 km hraða. Maðurinn reyndist vera dauðadrukkinn og mældist áfengismagn í blóði hans 2,62 prómill.

Maðurinn ók eftir E17 hraðbrautinni frá landamærum Frakklands en lögreglu tókst loks að stöðva för hans með því að setja upp vegartálma.

Að sögn Toms Janssens, talsmanns lögreglunnar í belgíska bænum  Kortrijk var maðurinn svo drukkinn að hann gat varla talað og hann átti í erfiðleikum með að finna ökuskírteini og persónuskilríki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar