Óskarsverðlaunamyndirnar of ofbeldisfullar

Óskarinn eftirsótti.
Óskarinn eftirsótti. Reuters

Dagblað Páfagarðsins í Róm, L'Osservatore Romano, kvartaði sáran undan því að Hollywood hafi ákveðið að verðlauna kvikmyndir sem ættu það sammerkt að vera án vonar og fullar af ofbeldi á Óskaverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt.

„Í ár heillaðist Hollywood af kvikmyndum sem eru fullar af ofbeldi og síðast en ekki síst án allrar vonar,“ segir í blaðinu, en greinarhöfundur er með orðum sínum að vísa til kvikmyndanna No Country for Old Men eftir Coen-bræðurna og There Will be Blood eftir by Paul Thomas Anderson.

Sem kunnugt er vann No Country for Old Men verðlaun sem besta mynd ársins á verðlaunahátíðinni í gær. Daniel Day-Lewis hlaut Óskarinn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni There Will be Blood.

„Tímanna tákn? Líklega,“ skrifar blaðamaðurinn  Gaetano Vallini í Páfatíðindin. Hann fer hins vegar fögrum orðum um Juno, sem var einnig tilnefnd til verðlauna á hátíðinni, en myndin fjallar um táningsstúlku sem verður ófrísk og ákveður að eiga barnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir