Skólastúlkan var 39 ára karl

Lögreglan í Japan handtók í síðustu viku karlmann sem var í leyfisleysi á framhaldsskólalóð með hárkollu á höfði og klæddur í kvenkyns skólabúning.

Fram kemur í japanska dagblaðinu Ahsahi Shimbun að Tetsunori Nanpei, sem er 39 ára, hafi tjáð lögreglunni að hann hefði keypt sér búninginn á netinu. Á miðvikudag ákvað hann að klæða sig í hann og fara í gönguferð, en hann gekk að skólanum í Saitama.  

Margir nemendur urðu skelfingu lostnir og byrjuðu að hrópa og kalla þegar þeir sáu Nanpei standa við hlið skólans íklæddur skólabúningnum. Hann brá á það ráð að hlaupa inn á skólalóðina í þeirri von að hann næði að hverfa inn í fjöldann. 

Það gekk ekki betur en svo að fleiri nemendur veinuðu af hræðslu. Nanpei ákvað því að taka til fótanna og flýja, en við það missti hann hárkolluna. Starfsmaður skólans hljóp hann uppi og hélt honum þar til lögreglan kom á staðinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup