Datt í lukkupottinn

Hjónin sjást hér halda á ávísuninni sem þau fengu.
Hjónin sjást hér halda á ávísuninni sem þau fengu. AP

Bandarískur verkamaður datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann vann 275 milljónir dala í happadrætti í Georgíu. Þetta er stærsti vinningur sem runnið hefur til eins manns í sögu happadrættisins.

Robert Harris, sem er 47 ára, segist hafa notað tölurnar úr afmælisdögum barnabarnanna þegar eiginkona hans keypti fyrir hann tvo happdrættismiða, sem hvor um sig kostaði einn dal. Miðarnir voru keyptir í heimabæ þeirra, smábænum Portal.

Harris hefur ákveðið að hætta að vinna og segist ætla að njóta þess að vera til.  Hann og eiginkona hans, Tonya, ákváðu að taka þegar við 167 milljónum dala í stað þess að fá allar 275 milljónirnar á næstu 26 árum.

Tonya Harris sagði í samtali við fjölmiðla að það munaði litlu að hún hefði ekki keypt miðana, því það var úrhelli daginn örlagaríka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka