Lögreglumenn læra ballett

Umferðarlögreglumenn í bænum Timisoara í Rúmeníu eru nú á ballettnámskeiði sem ætlað er að bæta líkamsburð þeirra. Lögreglustjórinn í bænum segir, að með þessu móti geti lögreglumennirnir bæði látið umferðina ganga greiðar og um leið borið sig betur.

Alls hafa 20 lögregluþjónar í Timisoara verið skráðir á ballettnámskeiðið. Einn þeirra, Ciprian Lascu, sagði:

„Aldrei hvarflaði að mér að ég ætti eftir að læra ballett, en hingað er ég kominn. Ég held að við þurfum á þessu námskeiði að  halda og vona að við lærum fljótt og vel glæsilegan limaburð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir