Eitraði fyrir manni sínum með frostlegi

Bresk kona, Kate Knight, hefur verið fundin sek um morðtilraun, og dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að eitra fyrir manni sínum með frostlegi.  Eiginmaður hennar, Lee, varð blindur, heyrnarlaus, og fékk heilaskaða vegna eitrunarinnar.  

Fram kemur á fréttavef SkyNews  að dómari í málinu sagði glæp Knight sýna að hún væri sérstaklega harðsvíruð og sagði að hún þurfi að sitja í fangelsi að minnsta kosti 15 ár áður en hún gæti sótt um reynslulausn.  Klappað var í dómsal þegar dómurinn var lesinn upp.

Fyrir rétti sagði Knight  aðdraganda eitrunarinnar hafa verið hugarburð aðgerðalausrar og einmana húsmóður sem svo varð að veruleika.  Kate setti frostlög í karrírétt sem Lee borðaði á sjö ára brúðkaupsafmæli þeirra, og notaði hún m.a Google leitarsíðuna til þess að afla sér upplýsinga um drápsleiðir. Hún íhugaði einnig að leigja morðingja. 

Knight  hafði áform um að nýta líftryggingu mannsins síns til þess að borga skuldir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir