Synti í tíu klukkustundir

Ástralskur sjómaður synti í tíu klukkustundir eftir að bátur sem hann var á sökk við austurströnd Ástralíu og komst við illan leik í land á New Brighton Beach. Honum tókst að gera vart við sig og var félaga hans bjargað nokkru síðar.

Þrír voru um borð í bátnum þegar hann sökk um 15 kílómetrum frá landi og héldu þeir sér í brak til að halda sér á floti. Einn mannanna, Michael Williams, synti  svo af stað í von um að ná til lands og sækja hjálp og skildi félaga sína tvo eftir.

Williams var örmagna, illa sólbrenndur og meiddur á höndum og fótum þegar hann fannst á New Brighton ströndinni. Hann gat þó látið vita af félögum sínum tveimur sem biðu á hafi úti.

Annar mannanna, John Jarratt fannst svo síðar á á þeim slóðum þar sem skipið sökk, þjakaður af þorsta og ofkælingu. Hann hefur síðan sagt áströlskum fjölmiðlum að hann muni aldrei aftur fara á haf út.

Enn er leitað að þriðja manninnum, skipstjóra bátsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup