Skoskum þingmönnum hafa borist tvær áskoranir þar sem þeir eru hvattir til að náða þá sem voru dæmdir fyrir galdra fyrr á öldum. Í annarri áskoruninni er meðal annars talað máli miðils sem stungið var í steininn árið 1944.
Í hinni áskoruninni er þess krafist að nafn allra sem hlutu dóm eftir skoskum nornalögum á milli 1565 og 1736 verði hreinsað. Er áætlað að þar sé um að ræða 4.000 manns, en um 85% voru konur. aij