Sænskur karlmaður hefur bæst í hóp þeirra kynlegu kvista sem orðið hafa uppvísir að því að misnota reiðhjól kynferðislega.
Lögreglan í Östersund hóf rannsókn málsins árið 2006, þegar tilkynningar bárust um fjölda dömureiðhjóla með skorin dekk. Jafnframt fannst sæði á hnökkum margra hjólanna.
Maðurinn neitaði í byrjun sök, en DNA-rannsókn á hjólunum leiddi hið sanna í ljós.