Bæjarstjóri í franska þorpinu Sarpourenx hefur hótað íbúum harkalegum refsingum gerist það svo djarft að láta lífið. Ástæðan er sú að það er einfaldlega ekki pláss fyrir það í yfirfullum kirkjugarðinum, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.
Bæjarstjórinn Gerard Lalanne sagði hinum 260 íbúum þorpsins að „allir þeir sem ekki hafa tryggt sér grafreit í Sarpourenx er bannað að deyja í sveitarfélaginu. Misgerðarmönnum verður harðlega refsað“.
Lalanne sagðist hafa þurft að grípa til alvarlegra aðgerða eftir að dómstóll í nálægum bæ meinaði yfirvöldum að kaupa land sem nota átti til að stækka kirkjugarðinn. Honum þótti leitt að viðunandi niðurstaða skyldi ekki hafa fengist í málinu. „Einhverjum þykir þetta áreiðanlega fyndið, en ekki mér„ sagði hann.