Stefnir á maraþonhlaup 101s árs að aldri

Buster Martin er hvergi af baki dottinn og hyggst taka …
Buster Martin er hvergi af baki dottinn og hyggst taka þátt í Lundúnarmaraþoninu. Reuters

Bretinn Buster Martin hefur þegar vakið athygli sem elsti starfskrafturinn á breskum vinnumarkaði, en hann er 101s árs. Nú stefnir hann að því að verða elsti maðurinn sem lýkur Lundúnamaraþoninu. Hann hyggst fagna með því að fá sér bjór og sígarettu.

Martin, sem er fúlskeggjaður og líflegur, lauk hálfu maraþoni um helgina á fimm tímum og 13 mínútum. Martin starfaði áður sem líkamsþjálfari í breska hernum. Þrjá daga í viku vinnur hann hjá pípulagningarfyrirtæki í London. Hann segist hafa æft fyrir hlaupið þegar hann á frí.

„Ég hef sagt að ég muni reyna þetta,“ sagði hann í samtali við Reuters-fréttastofuna. „Ég hef aldrei sagt að ég muni klára hlaupið. Þetta verður bara skemmtilegra ef það tekst. Ég hafði aldrei hugsað mér að taka þátt fyrr en einhver spurði mig, og þá fara peningarnir til góðgerðarmála. Svo því ekki?“

Martin eignaðist 17 börn um ævina. Hann fór aftur á vinnumarkaðinn 99 ára gamall vegna þess að honum dauðleiddist. Taki hann þátt í hlaupinu verður hann elsti þátttakandinn. Sá elsti hingað til var átta árum yngri en Martin er nú.

„Nái ég að klára, þá mun ég gera það sem ég geri ávallt og fá mér bjór og sígarettu,“ sagði hann.

„Fólk spyr mig stundum hvort ég búi yfir einhverju leyndarmáli en svo er ekki. Fólk segir að sígarettur og áfengi sé slæmt fyrir þig, en ég er hérna ennþá ekki satt?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar