Maður sem hefur verið heimilislaus í tæplega þrjá áratugi býður sig fram sem borgarstjóra í sjötta hverfi í París en sveitastjórnarkosningar fara fram í Frakklandi á sunnudag.
Jean-Marc Restoux hefur undanfarið hengt upp veggspjöld þar sem hann hvetur kjósendur til að styðja sig í kosningunum en í París er einn aðalborgarstjóri en síðan eru kjörnir borgarstjórar í hverju hverfi fyrir sig. Eru þetta fyrstu kosningarnar í Frakklandi frá kjöri Nicolas Sarkozy í embætti forseta síðastliðið vor. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur flokkur Sarkozys æ minni stuðnings kjósenda sem og forsetinn sjálfur. Óttast margir frambjóðendur, hliðhollir Sarkozy, að óvinsældir forsetans geri það að verkum að kjósendur leiti á önnur mig og kjósi aðra frambjóðendur, svo sem Restoux.