Clinton-klúður í Kastljósinu

SHANNON STAPLETON

Áhorfendur Kastljóssins rak marga hverja í rogastans í fyrradag þegar eitt neyðarlegasta augnablik íslenskrar sjónvarpssögu varð í beinni útsendingu. Þau Karl Th. Birgisson og Silja Bára Ómarsdóttir voru gestir Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og ræddu um bandarísku forsetakosningarnar. Ákveðið var að sýna myndband með áróðursauglýsingu frá Hillary Clinton, en fyrir einhver undarleg mistök fór vitlaust myndband í loftið. Myndbandið sem fór í loftið var skrumskæling á auglýsingu Clinton þar sem sagði að dauðasveitir Hillary myndu myrða börn þeirra sem ekki greiddu henni atkvæði.

Leiðinleg mistök

„Við Jóhanna horfðum á réttu auglýsinguna fyrr um daginn og sendum hana til yfirfærslu á spólu. Þar áttu sér stað mistök og röng auglýsing var send til þýðenda og endaði loks í útsendingu. Við báðumst strax afsökunar á þessum mistökum og rétt að ítreka þá afsökunarbeiðni hér. Ég efast þó um að þetta hafi stór áhrif á gang forsetakosninganna,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV og ritstjóri Kastljóssins, en ýmsar samsæriskenningar hafa kviknað í bloggheimum um mistökin, þau sögð vísvitandi og þar fram eftir götunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren