Lögregla í Kaliforníu fann konulík í frystikistu á hótelherbergi á Newport Beach þegar þar var gerð húsleit vegna rannsóknar á kókaínmáli, að því er yfirvöld greindu frá í dag. Líkið var fullklætt og „vel varðveitt,“ í plastkistu sem var full af þurrís.
Íbúinn á hótelherberginu var handtekinn fyrir meinta sölu á kókaíni.
Við krufningu á líkinu kom ekki fram neitt sem benti til að konan hefði verið myrt, og reyndar leiddi krufningin ekki ljós neina afdráttarlausa dánarorsök. Konan var 33 ára. Ekki liggur fyrir hvenær hún lést.
„Þetta er afskaplega furðulegt mál,“ sagði lögreglustjórinn í Newport Beach.