Friðsælasti bær í heimi?

Eina ofbeldið sem tilkynnt var um í bænum Solund í Noregi í fyrra voru slagsmál tveggja hunda. Friðsældin í bænum er slík, að sýslumannskontórnum þar hefur verið lokað.

„Hér er svo lítið um afbrot að tilkynningar um þau komast fyrir á litlum minnismiða,“ hefur Aftenposten eftir Roar Brudevoll, eina lögreglumanninum í Solund.

Solund er á eynni Sula við mynni Sognfjarðar. Bæjarbúar eru um átta hundruð talsins.

Í fyrra voru einungis tilkynnt þar átta afbrot. Öll eru upplýst. Einungis var í einu tilviki um að ræða ofbeldi, og eins og að ofan greinir var þar um að ræða hund sem réðist á annan hund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka