Friðsælasti bær í heimi?

Eina ofbeldið sem tilkynnt var um í bænum Solund í Noregi í fyrra voru slagsmál tveggja hunda. Friðsældin í bænum er slík, að sýslumannskontórnum þar hefur verið lokað.

„Hér er svo lítið um afbrot að tilkynningar um þau komast fyrir á litlum minnismiða,“ hefur Aftenposten eftir Roar Brudevoll, eina lögreglumanninum í Solund.

Solund er á eynni Sula við mynni Sognfjarðar. Bæjarbúar eru um átta hundruð talsins.

Í fyrra voru einungis tilkynnt þar átta afbrot. Öll eru upplýst. Einungis var í einu tilviki um að ræða ofbeldi, og eins og að ofan greinir var þar um að ræða hund sem réðist á annan hund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir