Friðsælasti bær í heimi?

Eina ofbeldið sem tilkynnt var um í bænum Solund í Noregi í fyrra voru slagsmál tveggja hunda. Friðsældin í bænum er slík, að sýslumannskontórnum þar hefur verið lokað.

„Hér er svo lítið um afbrot að tilkynningar um þau komast fyrir á litlum minnismiða,“ hefur Aftenposten eftir Roar Brudevoll, eina lögreglumanninum í Solund.

Solund er á eynni Sula við mynni Sognfjarðar. Bæjarbúar eru um átta hundruð talsins.

Í fyrra voru einungis tilkynnt þar átta afbrot. Öll eru upplýst. Einungis var í einu tilviki um að ræða ofbeldi, og eins og að ofan greinir var þar um að ræða hund sem réðist á annan hund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar