Hætt að tala um helvíti?

Biblían
Biblían

Odd Bondevik, fyrrum biskup í Noregi og formaður norska Biblíufélagsins, hefur lagt til að orðið „helvíti" verði ekki notað í nýrri Biblíuþýðingu sem gefin verður út í Noregi árið 2010. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Annars vegar höfum við skelfilegar lýsingar á miðaldalegu víti og hins vegar hugtök sem eru orðin útvötnuð þannig að merking þeirra hefur misst alla merkingu. Í hernaði tala menn til dæmis nú orðið um viku helvítis," segir hann í samtali við blaðið Vårt Land. „Við höfum fengið nýja innsýn í það hvað orðin þýða, til dæmis á hebresku og auk þess er norska í stöðugri þróun. Orð fá nýja merkingu með tímanum. Við þýðinguna þurfum við að nota þau orð sem ná best inntaki Biblíunnar."

Bondevik segir tíma kominn til að opna umræðu um samspil hefðbundinna tákna kirkjunnar og hugmynda trúaðra í samtímanum. Hann leggur þó einnig áherslu á að þótt orðið „helvíti" hafi hugsanlega misst trúarlega merkingu sína sé hugtakið alls ekki úrelt.

„Við getum ekki litið framhjá þeirri alvöru sem liggur að baki því er Jesús varar við glötun," segir hann. „Fólk getur valið að ganga ekki með Guði og það hefur sínar afleiðingar í eilífðinni. Ég vil hins vegar helst ekki nota orðið helvíti,” segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup