Hættulegt líf mæðra í barnabókum

Lína Langsokkur er dæmi um móðurlausa barnabókahetju þó að langt …
Lína Langsokkur er dæmi um móðurlausa barnabókahetju þó að langt sé síðan hún kom fyrst út á prenti. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það vekur eftirtekt  hversu margar mæður í nýjum sænskum barnabókum eru alkóhólistar, veikar á geði, uppteknar af sjálfum sér eða látnar. Í gær gaf sænska barnabókastofnunin út sína árlegu skýrslu og þar kemur fram að mæður í barna- og unglingabókum lifa mjög hættulegu lífi.

Í Dagens Nyheter kemur fram að forstöðumaður stofnunarinnar, Jan Hansson hefur rekið sig á þessa þróun í þessum flokki bóka. Það virðist heldur ekki vera gaman að vera barn. Áður gengu bækur meira út á eigin vandamál barna og unglinga en æ fleiri sænskar barnabækur fjalla um börn sem eiga foreldra sem eiga við mjög stór vandamál að stríða.

Í frétt DN kemur fram að á meðan börnin standa sig þokkalega vel í bókunum í ár og mæðurnar eru vanhæfar þá hafa feður meira og minna horfið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar