Konur í Sádí-arabíu vilja fá að aka bílum

Kvenréttindakonur í Sádí-arabíu hafa birt á netinu myndband er sýnir konu aka bíl í landinu, og er þetta gert í mótmælaskyni við lög landsins er banna konum að aka um þjóðvegi.

Konan sem ekur bílnum, Wajeha Huwaider, ræðir um hversu óréttlátt bannið er og hvetur til þess að það verði afnumið, á meðan hún ekur eftir þjóðvegi.

Segir hún myndbandið hafa verið birt í tilefni af alþjólega kvennadeginum.

Mörg þúsund manns hafa skoðað myndbandið, sem birt er á YouTube.

Konur mótmæltu banninu síðast 1990, þegar tugir kvenna voru handteknir fyrir að aka um Riyadh í bílum.

„Fjölmargar konur í landinu geta ekið bílum, og margir karlkyns ættingjar okkar hafa ekkert á móti því að við keyrum,“ segir Huwaider.

Í síðasta mánuði sögðu tveir þekktir íslamsfræðingar að engin ástæða væri til annars en að leyfa konum að aka bílum.

En margir íhaldssinnar standa gegn breytingum á lögunum, og segja að slíkt myndi leiða til aukinna samskipta kynjanna, sem eru bönnuð samkvæmt strangri túlkun íslamskra laga í Sádí-arabíu.

Abdullah konungur hefur sagt, að hann telji að sá dagur muni koma að sádí-arabískar konur fái að aka bílum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir