Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem gerð var við Wake Forest-háskólann í Bandaríkjunum, sýna að hægt er að mæla í blóðinu hvort ljósabekkjanotkun veitir vellíðan. Vísindamennirnir rannsökuðu hvað gerist í heila þeirra kvenna sem stunda ljósaböð. Í ljós kom að 70 prósent kvennanna sem þátt tóku í rannsókninni voru háðar ljósabekkjanotkun. Þótt húðkrabbamein sé algengasta krabbameinstegundin sem ungar stúlkur veikjast af geta þær sem háðar eru ljósabekkjum ekki hætt að nota þá.