Með beinagrind í farangrinum

Rúmlega sextug kona var stöðvuð á flugvellinum í München í Þýskalandi í gær eftir að beinagrind fannst í farangri hennar, pökkuð í plastpoka, að því er lögreglan greindi frá í dag. Reyndust það vera jarðneskar leifar bróður hennar.

Konan er búsett á Ítalíu og var á ferð með vinkonu sinni. Voru þær á heimleið frá Brasilíu. Beinagrindin kom í ljós við gegnumlýsingu á farangrinum.

Lögreglan yfirheyrði konuna og kom þá í ljós að hún var að uppfylla þá hinstu ósk bróður síns, sem lést fyrir 11 árum, að verða grafinn á Ítalíu.

Gátu konurnar lagt fram öll tilskilin plögg frá brasilískum yfirvöldum um heimild til að flytja beinin, og fengu að halda ferð sinni áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup