Breskir þjófar sem stela til að fjármagna fíkniefnaneyslu, spilafíkn eða áfengisfíkn sína eiga að geta komist hjá fangelsisvist, jafnvel þótt þeir ráðist gegn berskjölduðum fórnarlömbum eins og öldruðum verslunarstarfsmanni. Í nýjum opinberum viðmiðunarreglum til breskra dómara segir að dómarar eigi að taka tillit til fíknar brotamanns, eigi það við, þegar dómur sé kveðinn upp.
Rúmlega 82 þúsund manns afplána nú dóm í breskum fangelsum sem eru yfirfull. Viðmiðunarreglurnar eru taldar vera liður í því að koma í veg fyrir að allir glæpamenn þurfi að sitji inni. Reglurnar ná til þeirra glæpamanna sem gerast sekir um vasaþjófnað og innbrot í byggingar, aðrar en heimili fólks, svo sem verslanir, læknastofur og kirkjur. atlii@24stundir.is