Spænskir og hollenskri vísindamenn hafa gert könnun á meðal 549 karla og kvenna um afbrýðissemi. Í New Scientist kemur fram að lágvaxnir menn eru afbrýðissamastir karla og minnkar afbrýðissemin eftir því sem þeir eru hávaxnari en meðalháar konur eru minnst afbrýðissamar kvenna.
Þátttakendur í könnuninni voru spurðir um hvað í fari keppinautanna ylli mestri afbrýðissemi og sögðu konurnar að fegurð og persónutöfrar annarra kvenna kalla fram afbrýðistilfinningar á meðan körlunum fannst mest ógn stafa af myndarlegum, ríkum og kraftalega vöxnum keppinautum.
Samkvæmt frétt í Svenska Dagbladet er niðurstaða vísindamannanna sú að afbrýðissemi fylgi alfarið eftir þróunarkenningunni því samkvæmt henni eru konur af meðalhæð líklegri til að fjölga mankyninu vegna líkamsbyggingar á meðan hávaxnir og sterkbyggðir karlar hafa staðið sig best í samkeppninni um konurnar.