Stuttir karlar afbrýðissamastir

Tom Cruise má samkvæmt þessari könnun vara sig á græna …
Tom Cruise má samkvæmt þessari könnun vara sig á græna skrímslinu. AP

Spænskir og hollenskri vísindamenn hafa gert könnun á meðal 549 karla og kvenna um afbrýðissemi. Í New Scientist kemur fram að lágvaxnir menn eru afbrýðissamastir karla og minnkar afbrýðissemin eftir því sem þeir eru hávaxnari en meðalháar konur eru minnst afbrýðissamar kvenna.

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir um hvað í fari keppinautanna ylli mestri afbrýðissemi og sögðu konurnar að fegurð og persónutöfrar annarra kvenna kalla fram afbrýðistilfinningar á meðan körlunum fannst mest ógn stafa af myndarlegum, ríkum og kraftalega vöxnum keppinautum.

Samkvæmt frétt í Svenska Dagbladet er niðurstaða vísindamannanna sú að afbrýðissemi fylgi alfarið eftir þróunarkenningunni því samkvæmt henni eru konur af meðalhæð líklegri til að fjölga mankyninu vegna líkamsbyggingar á meðan hávaxnir og sterkbyggðir karlar hafa staðið sig best í samkeppninni um konurnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir