Í bað með símann

John McCain er vonandi með vatnsheldan síma.
John McCain er vonandi með vatnsheldan síma. Reuters

Japanar eru meðal annars þekktir fyrir áhuga á hátækni farsímum og að baða sig oft og vel. Hingað til hefur þetta ekki verið talið fara vel saman en samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur 41,2% japönsku þjóðarinnar farið í bað að minnsta kosti einu sinni með símann. 

Það er ekki eins og síminn bíði á baðbrúninni heldur er hann nýttur til símtala, að senda tölvupóst eða til tónlistarhlustunar og spila leiki.

Samkvæmt könnuninni skiptir hvorki aldur né kyn þegar að notkun farsíma í baðinu kemur. Að vísu eiga ungmenni vinninginn þegar kemur að því að spila tölvuleiki í baði. Alls tóku 16.250 manns þátt í könnuninni sem var gerð á vegum Sega tölvuleikjaframleiðandans.

Niðurstaða könnunarinnar kemur farsímaframleiðendum ekki á óvart enda auglýsa sumir hverjir að símarnir þoli vatn og að það sé í góðu lagi að taka þá með í baðið. Um 85% Japana er með þriðju kynslóð af farsímum en í þeim er hægt að vafra á netinu og senda tölvupóst, sem er algengasta notkunin á farsímum meðal Japana í baðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir