Í bað með símann

John McCain er vonandi með vatnsheldan síma.
John McCain er vonandi með vatnsheldan síma. Reuters

Jap­an­ar eru meðal ann­ars þekkt­ir fyr­ir áhuga á há­tækni farsím­um og að baða sig oft og vel. Hingað til hef­ur þetta ekki verið talið fara vel sam­an en sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un hef­ur 41,2% japönsku þjóðar­inn­ar farið í bað að minnsta kosti einu sinni með sím­ann. 

Það er ekki eins og sím­inn bíði á baðbrún­inni held­ur er hann nýtt­ur til sím­tala, að senda tölvu­póst eða til tón­list­ar­hlust­un­ar og spila leiki.

Sam­kvæmt könn­un­inni skipt­ir hvorki ald­ur né kyn þegar að notk­un farsíma í baðinu kem­ur. Að vísu eiga ung­menni vinn­ing­inn þegar kem­ur að því að spila tölvu­leiki í baði. Alls tóku 16.250 manns þátt í könn­un­inni sem var gerð á veg­um Sega tölvu­leikja­fram­leiðand­ans.

Niðurstaða könn­un­ar­inn­ar kem­ur farsíma­fram­leiðend­um ekki á óvart enda aug­lýsa sum­ir hverj­ir að sím­arn­ir þoli vatn og að það sé í góðu lagi að taka þá með í baðið. Um 85% Jap­ana er með þriðju kyn­slóð af farsím­um en í þeim er hægt að vafra á net­inu og senda tölvu­póst, sem er al­geng­asta notk­un­in á farsím­um meðal Jap­ana í baðinu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. þú værir til í að vinna með öðrum að stórum málum, en þú þarft að vera í einrúmi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir