Kassi af kampavíni á 50 þúsund evrur

Kampavíninu dýra verður væntanlega ekki sprautað út í loftið
Kampavíninu dýra verður væntanlega ekki sprautað út í loftið Reuters

Kampavín kostar yfirleitt skildinginn en mismikið þó. Á fimmtudag verður hins vegar heimsins dýrasta kampavín sett í sölu er kassar með tólf flöskum af kampavíni frá Pernod-Richard verða boðnir væntanlegum kaupendum á fimmtíu þúsund evrur, rúmar 5,4 milljónir króna. 

Vínið verður einungis í boði fyrir sérlega efnað fólk samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar en það verður í sölu í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Kína, Rússlandi, Japan og Sviss. Einungis um 100 manna hópi verður boðið upp á að kaupa vínið, samkvæmt upplýsingum frá Perrier. Hverjum og einum kaupanda verður boðið á fund með yfirmanni kampavínsframleiðslu félagsins en vínið er frá árinu 2000 og nefnist Belle Epoque champagne. 

Er þetta heldur dýrara kampavín en  Dom Perignon setti á markað árið 2005 en það kostaði 12 þúsund evrur þriggja lítra flaska.  

Pernod Ricard framleiðir kampavínin Mumm og Perrier-Jouet og er kampavínið sem nú fer í sölu undir merkjum Perrier-Jouet.

Alls voru fluttar út 150 milljón flöskur af kampavíni frá Frakklandi, heimalandi kampavínsins, á síðasta ári sem er 7,3% aukning frá árinu 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir