Þjófavörn á börn

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Börn sem koma í heiminn á Akershusháskólasjúkrahúsinu við Ósló munu framvegis verða útbúin með þjófavarnakerfi til að koma í veg fyrir að þeim verði rænt og draga úr hættunni á að þeim sé ruglað saman.

Lítil flaga er fest á armband og það síðan sett um fót barnsins um leið og það fæðist, og samskonar útbúnaður er settur um úlnlið móðurinnar. Ef fjarlægðin milli flaganna fer yfir tiltekin mörk fer aðvörunarkerfi í gang.

Reyni einhver að taka barn sem ekki er hennar eigið, eða ef reynt er að taka armbandið af barni skella dyr sjúkrahússins sjálfkrafa í lás og allar lyftur stöðvast.

Framkvæmdastjóri Akershussjúkrahússins segir þetta fyrst og fremst vera öryggisráðstöfun. „Það kom tímabil þegar allmörgum ungabörnum var rænt í Noregi, og við viljum forðast slíkt,“ sagði hann.

Þetta nýja öryggiskerfi mun vera tiltölulega ódýrt.

Fæðingadeildin á sjúkrahúsinu er ein sú stærsta í Noregi, og koma þar árlega um 4.200 börn í heiminn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar