Trúlofunarhringur út í bláinn

Tæplega þrítugur veggfóðrari í London, Lefkos Hajji, ætlaði að biðja unnustu sinnar, Leanne, á frumlegan máta, en tækifærið gekk honum úr greipum - og sveif út í bláinn.

Hajji er 28 ára og á heima í Hackney í Austur-London. Leanne er 26 ára.

Hajji kom trúlofunarhringnum, sem hann ætlaði að gefa Leanne um leið og hann bæri upp bónorðið, fyrir innan í blöðru sem fyllt var með helíum. Ætlaði Hajji að stinga á blöðruna um leið og hann bæði Leanne.

Hringinn keypti hann fyrir sem svarar um 850.000 krónur.

En þegar Hajji kom út úr versluninni með hringinn í blöðrunni kom vindhviða og svipti blöðrunni úr höndum hans og feykti henni út í bláinn.

Í tvo tíma reyndi Hajji að eltast við blöðruna á bíl sínum, en án árangurs.

„Ég var viss um að Leanne myndi drepa mig ... En ég varð að segja henni hvernig fór - og hún varð alveg brjáluð. Nú vill hún ekki tala við mig fyrr en ég færi henni nýjan hring.“

Hajji gerir sér enn vonir um að hringurinn skjóti upp kollinum.

„Það væri stórkostlegt ef einhver myndi finna hann,“ sagði Hajji.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Væntingar annarra til þín munu líklega koma þér í opna skjöldu í dag eða þá að eitthvað stendur ekki undir væntingum þínum. Njóttu þess að slaka á í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir