Halló! Viltu kaupa líf mitt?

Það verður forvitnilegt að fylgjast með 22. júní nk.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með 22. júní nk.

Ástralskur maður hefur sett líf sitt á uppboð á eBay.

Eftir að hafa skilið við konu sína hefur ástralskur maður, Ian Usher, sett hús sitt, vinnu sína, fötin sín og vini inn á eBay og býður fólki að bjóða í allt saman. Upp úr þessu krafsi vill maðurinn hefja nýtt líf. 

„Það er kominn tími á að flytja. Algerlega ný byrjun er það sem ég þarf. Mig langar að sjá hvert lífið leiðir mig,“ sagði hinn 44 ára gamli Usher í viðtali við sjónvarpsstöð í borginni Perth í Ástralíu. Usher sagði að hann selji líf sitt á einu pakkaverði, en hús hans er metið á tæpar 30 milljónir króna.

Á vefsíðu Ushers alive4sale skrifar hann; „Hæ, ég heiti Ian Usher og ég er búinn að fá nóg af lífi mínu! Þú getur fengið það ef þú vilt!,“ og þar er að finna tengil á eBay uppboðið.

Uppboðið hefst 22. júni nk. og innifalið er húsið hans, bíll, mótorhjól, vatnaskíði, nuddpottur og svo einnig kynningarfundur á „frábærum vinum“ og vinna í teppabúð í Perth, tveggja vikna reynslutíma er þó krafist.

„Þegar uppboðið er afstaðið mun ég ganga út um dyrnar, taka peningaveskið með mér og vegabréf og hefja nýtt líf,“ sagði Usher. Hann sagði að fyrrum eiginkona sín væri búinn að heyra um þetta framtak. Það síðasta sem hún sagði við mig var; „Þetta hljómar dálítið geggjað,“ sagði hann að lokum, að því er fram kemur á fréttavef Reuters. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir