Bannað að borða á nærbuxunum

Rekinn heim í hádeginu fyrir að neita að hysja upp …
Rekinn heim í hádeginu fyrir að neita að hysja upp um sig brækurnar. mbl.is/Golli

Tólf ára drengur, nemandi í Vallbergaskóla í Laholm í Svíþjóð fær ekki að setjast til borðs með öðrum nemendum í matsalnum þar sem hann hefur neitað að hysja upp um sig buxurnar.

„Ef maður situr nánast á nærbuxunum á maður ekki að borða í matsalnum," sagði skólastjórinn,  Birgitta Hellstam sagði í samtali við Dagens Nyheter í gær.

Hún sagði að drengurinn hefði verið beðinn um að girða sig betur í brók áður en hann færi inn í matsalinn en að þessu sinni hefði hann neitað því og því var honum ekki hleypt inn í matsalinn til að  snæða með öðrum nemendum.

„Mér finnst það hvorki vera mjög þrifalegt né huggulegt þegar menn eru með buxurnar svo langt niðrum sig að maður situr nánast á nærbuxunum," sagði Hellstam.

Nemandinn sagði sjálfur í samtali við Hallands-Posten að sér þætti sú ákvörðun að hann snæddi hádegisverðinn heima hjá sér vegna buxnadeilnanna fáránleg.

„Af hverju þurfa þau að horfa á mig, þau geta bara horft á einhvern annan," sagði hann.

Verið er að kanna hvort brottvísun nemandans brjóti bága í við sænsku skólalögin.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka