Bannað að borða á nærbuxunum

Rekinn heim í hádeginu fyrir að neita að hysja upp …
Rekinn heim í hádeginu fyrir að neita að hysja upp um sig brækurnar. mbl.is/Golli

Tólf ára dreng­ur, nem­andi í Vall­berga­skóla í Laholm í Svíþjóð fær ekki að setj­ast til borðs með öðrum nem­end­um í mat­saln­um þar sem hann hef­ur neitað að hysja upp um sig bux­urn­ar.

„Ef maður sit­ur nán­ast á nær­bux­un­um á maður ekki að borða í mat­saln­um," sagði skóla­stjór­inn,  Birgitta Hellstam sagði í sam­tali við Dagens Nyheter í gær.

Hún sagði að dreng­ur­inn hefði verið beðinn um að girða sig bet­ur í brók áður en hann færi inn í mat­sal­inn en að þessu sinni hefði hann neitað því og því var hon­um ekki hleypt inn í mat­sal­inn til að  snæða með öðrum nem­end­um.

„Mér finnst það hvorki vera mjög þrifa­legt né huggu­legt þegar menn eru með bux­urn­ar svo langt niðrum sig að maður sit­ur nán­ast á nær­bux­un­um," sagði Hellstam.

Nem­andinn sagði sjálf­ur í sam­tali við Hal­lands-Posten að sér þætti sú ákvörðun að hann snæddi há­deg­is­verðinn heima hjá sér vegna buxna­deiln­anna fá­rán­leg.

„Af hverju þurfa þau að horfa á mig, þau geta bara horft á ein­hvern ann­an," sagði hann.

Verið er að kanna hvort brott­vís­un nem­andans brjóti bága í við sænsku skóla­lög­in.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á einhverjum tímapunkti. Finndu þér leið til að létta á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason