Refsivert titlatog

Það orð hef­ur löng­um farið af Þjóðverj­um að þeir séu form­fast­ir, og því fékk Ian Baldw­in ný­lega að kynn­ast. Hann er fram­kvæmda­stjóri rann­sókna­sviðs Max Planc-sam­bands­ins í Jena og er með doktors­gráðu í vist­fræði frá Cornell-há­skóla í Banda­ríkj­un­um.

Fyr­ir skömmu fékk hann bréf frá lög­regl­unni þar sem hon­um var til­kynnt að hann hefði verið ákærður fyr­ir „Miss­brauch des Titelns,“ eða titilm­is­notk­un, sem er refsi­vert at­hæfi sam­kvæmt lög­um sem samþykkt voru í valdatíð nas­ista 1939 og var ætlað að stemma stigu við er­lend­um áhrif­um í þýsk­um há­skól­um.

Lög­in kveða á um að hver sá sem hef­ur doktors­gráðu frá er­lend­um há­skóla verði að fá samþykki þýska mennta­málaráðuneyt­is­ins fyr­ir notk­un titils­ins. Brot á þess­um lög­um varða sekt­um og allt að eins árs fang­elsi.

Að minnsta kosti tveir aðrir stjórn­end­ur við Max Planc stofn­an­ir í Þýskalandi voru ákærðir af svipuðum sök­um. Dav­id Heckel, sem er með doktors­próf frá Stan­for­d­há­skóla í Banda­ríkj­un­um, og Jon­ath­an Ges­henzon, sem er með sömu gráðu frá Há­skól­an­um í Texas.

Lög­in banna enn­frem­ur að menn villi á sér heim­ild­ir og þyk­ist vera lög­reglu­menn, lækn­ar eða pró­fess­or­ar, seg­ir Erik Kra­atz, aðstoðarpró­fess­or í lög­um við Opna há­skól­ann í Berlín.

Þýska­land er reynd­ar ekki eina landið í Evr­ópu þar sem lög ná yfir notk­un á há­skóla­titl­um. Á Spáni og í Sviss verða doktors­gráðuhaf­ar einnig að leggja fram sönn­un fyr­ir því að þeir hafi áunnið sér rétt­inn til að titla sig doktor, en viður­lög í þess­um lönd­um eru ein­ung­is sekt, en ekki fang­elsi.

En þegar til kom var form­festa Þjóðverj­anna þó ekki meiri en svo, að mál­in gegn Baldw­in og Gers­henzon hafa þegar verið lát­in niður falla, og vænt­an­lega er skammt í að eins fari með málið gegn Heckel, sagði Baer Detlef, talsmaður mennta­málaráðuneyt­is Thür­ingiu.

Í síðustu viku samþykktu mennta­málaráðherr­ar þýsku sam­bands­land­anna að breyta lög­un­um og bæta banda­rísk­um há­skól­um á lista yfir þá skóla sem veita próf­gráður sem viður­kennd­ar eru í Þýskalandi.

Baldw­in var mest hissa á, að lög­regl­an skyldi hafa fengið veður af því hvaða gráðu hann hafði, og tel­ur að ein­hver hafi látið lög­regl­una vita hvernig mál­um væri háttað.

„En ekki hef ég hug­mynd um hver myndi gera slíkt,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er áríðandi að þú leggir mikið á þig, svo virðist sem stórkostlegir framamöguleikar séu rétt innan seilingar. Ef illa gengur, dragðu í land og byrjaðu aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er áríðandi að þú leggir mikið á þig, svo virðist sem stórkostlegir framamöguleikar séu rétt innan seilingar. Ef illa gengur, dragðu í land og byrjaðu aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant