Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum hafa varað fólk við að láta krossfesta sig til að minnast pínu Krists á föstudaginn langa. Þeir sem þó ætla að láta negla sig á krossa hafa verið hvattir til að fá stífkrampa-sprautu og sótthreinsa naglana til að forðast sýkingar.
Kirkjan styður ekki krossfestingarnar sem hafa verið árlegur viðburður um áratuga skeið og draga nú að sér fjölda ferðamanna.