Ræningjar óheppnir með veður

Tveir menn, sem rændu bensínstöð í Ósló í morgun voru frekar óheppnir með veðrið. Það snjóaði nefnilega í borginni í morgun og lögreglan átti ekki í vandræðum með að rekja spor mannanna að felustað þeirra.

Lögregla fékk tilkynningu klukkan 5 í morgun að norskum tíma um að tveir menn hefðu rænt Hydro Texaco bensínstöð í Tåsen. Lögreglan mætti á staðinn með sporhunda en fótspor mannanna í snjónum voru auðrakin.

Ræningjarnir, sem eru 21 og 24 ára, voru handteknir klukkan 17:15. Þeir voru með ránsfenginn í fórum sínum, aðallega sígarettur og munntóbak, og einnig voru þeir enn með hnífinn sem þeir notuðu til að ógna starfsfólki verslunarinnar.

Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa reynt að ræna aðra bensínstöð skömmu áður en þeir frömdu ránið í Tåsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar