Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?

Frá krossfestingarathöfn á Filippseyjum.
Frá krossfestingarathöfn á Filippseyjum. AP

Mikill áhugi er á því meðal forsvarsmanna nokkurra kristinna safnaða á Norðurlöndum að breyta ímynd Helvítis, þar sem þeim þykir hefðbundin ímynd þess ekki höfða til nútímafólks. Vilja þeir breyta ímynd Helvítis úr heitum stað óendanlegs líkamlegs sársauka látinna sála í andlegt ástand lifandi einstaklinga. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.   

Jan Lindhardt, biskup í Hróarskeldu  í Danmörku, segir í viðtali við blaðið  Kristeligt Dagblad, að þessar hugmyndir eigi sér m.a. rætur í boðskap páskanna. Þá segir hann að í stað þess að skilgreina Helvíti sem stað sem bíði okkar eftir dauðann sé réttara að skilgreina það á tilfinningalegum grunni út frá þeirri einmanakennd og þeirri tilfinningu margra nútímamanna að lífið sé einskisvert.

„Myndin af Helviti sem heitum stað, þar sem okkur er refsað með eilífum sársauka er ónothæf,” segir hann. „Guð hefur veitt okkur sinn óendanlega kærleika og því hafnar ekkert okkar í Helvíti. Ekki vegna þess að við eigum það ekki skilið heldur vegna þess að Guð hefur með sinni máttugu hönd frelsað okkur þaðan,” segir hann.

Lindhardt segir hugmyndina um Helvíti þó eiga fyllilega við sem táknmynd þeirra hörmunga sem trúin á Guð geti frelsað menn undan. Þá segist hann ekki vilja ganga jafn langt og nokkrir norskir starfsbræður hans sem vilja skipta orðinu „Helvíti" út fyrir annað orð í nýrri Biblíuþýðingu.

Ekki eru þó allir sammála um ágæti þess að afskrifa hugmyndina um staðbundið aHelvíti. „Það getur vel verið að það sé notaleg tilhugsun að Helvíti sé ekki til en án Helvítis er heldur ekkert Himnaríki," segir Anders Dalgaard, formaður kristilegu samtakanna Indre Mission. „Biblían sýnir okkur að það eru andstæðurnar sem gefa hlutunum gildi, það eru frelsunin og erfðasyndin, ljósið og myrkrið, lífið og dauðinn."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup