Ekki með krabbamein heldur ólétt

Barn í móðurkviði.
Barn í móðurkviði. AP

57 ára gömul bresk kona var að vonum frekar kvíðin þegar heimilislæknir hennar sendi hana í rannsókn þar sem hún kynni að vera með krabbamein. Kvíðinn breyttist þó í gleði þegar í ljós kom að konan var með barn undir belti.

Blaðið Daily Mail segir, að Susan Tollefsen og maður hennar hafi lengi reynt að eignast barn en án árangurs. Þess vegna komu þessar fréttir enn meira á óvart en ella.

Tollefsen var svo langt gengin með að barnið verður tekið með keisaraskurði í næstu viku.

Blaðið hefur eftir konunni, að dóttirin, sem á að koma í heiminn bráðlega, sé páskakraftaverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar