Hundurinn Conan hefur vakið mikla athygli í Japan að undanförnu en Conan tekur þátt í daglegum bænum í Búddamusteri í borginni Naha og fer í bænastellingar eins og húsbóndi hans, presturinn Joei Yoshikuni.
Conan, sem er svartflekkóttur chihuahuahundur, sest á afturlappirnar og setur framlappirnar saman fyrir framan altarið þegar prestarnir biðjast fyrir.
„Þetta hefur frést og ferðamönnum hingað hefur fjölgað," segir Yoshikuni.
Hann segir, að Conan „biðjist fyrir" óumbeðinn fyrir matmálstíma á morgnanna og kvöldin. „Ég held að hann hafi fylgst með mér gera þetta og talið að þetta væri góð hugmynd.
Presturinn er nú að kenna Conan að hugleiða - eða næstum því. „Ég er í raun bara að kenna honum að sitja kyrrum á meðan ég hugleiði," segir Yoshikuni. „Við getum ekki látið hann sitja með krosslagða fætur."