Rússneskt geimflaugabrak nærri útikamar

Rússnesku geimflauginni Progress M-47 var skotið á loft frá Baikonur-stöðinni …
Rússnesku geimflauginni Progress M-47 var skotið á loft frá Baikonur-stöðinni í Kasakstan AP

Bóndi hefur kært rússneska geimstöð og krefst skaðabóta eftir að stór málmhlutur úr geimflaug féll niður á lóðina hans, rétt hjá útikamar hans, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Bóndinn, Boris Urmatov, fer fram á rúmar 3 milljónir króna í skaðabætur frá Roskosmos geimstöðinni. Urmatov býr í litlu þorpi þar sem geimflaugar fljúga yfir þegar þeim er hleypt af stað frá skotpalli nærri Kazakstan. Systir hans segir að bæturnar séu fyrir álagið sem hann varð fyrir, en Urmatov er sjónskertur og hann sá ekki brakið sem datt niður. „Þegar hann vaknaði og gekk í átt að útikamrinum sá hann þessa risastóru egglaga málmumgjörð,“ sagði systir Urmatovs.

Íbúar í nærliggjandi þorpi segja að það sé nærri því daglegt brauð að málmhlutum rigni niður. Hlutar af landsvæðinu eru girtir af þegar eldflaugum er hleypt af stað.

Talsmenn Roskosmos segjast vara fólk við því þegar á að fara að skjóta upp. Mjög sjaldan gerist það að málmhlutar falli niður á öðrum svæðum en þeim sem eru afgirt. „Þessi hlutir eiga að falla niður á leiðinni upp í loftið. Þeir fljúga, þeir falla, þeir fljúga, þeir falla.  Þannig virkar það,“ sagði Alexander Vorobyov, talsmaður Roskosmos.

Komi í ljós að málmhluti hafi fallið á jarðeign mannsins verður honum bætt tjónið. Það hefur gerst að einstaklingar hafi farið fram á bætur frá geimstöðinni og logið til um að málmhlutar hafi lent á eign þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka