Úkraínumaðurinn Leoníd Stadnyk er hæsti maður heims, 2,57 metrar á hæð. Að vonum á hann oft í erfiðleikum með ýmsa hluti í daglegu lífi og hefur t.d. ekki getað nýtt sér venjuleg samgöngutæki, svo sem bíla. Í gær afhenti Viktor Jútsjenkó, forseti Úkraínu, Stadnyk sérsmíðaðan bíl sem hann getur ekið.
Stadnyk fór að vaxa hratt þegar hann var 10 ára gamall. Hann hefur lítið viljað tjá sig um málið en fjölmiðlar í Úkraínu segja, að heilaskurðaðgerð hafi valdið hormónabreytingum sem síðan ollu þessum óeðlilega vexti.