Stones-banni aflétt í Blackpool

Mick má syngja í Blackpool á ný eftir 44 ára …
Mick má syngja í Blackpool á ný eftir 44 ára bann. Reuters

Fyrir 44 árum héldu Rolling Stones tónleika í The Empress Ballroom í Blackpool sem enduðu í óeirðum og settu yfirvöld bæjarins hljómsveitina í ævilangt tónleikabann en því banni hefur nú verið aflétt.

1964 gengu 7 þúsund tónleikagestir berserksgang á tónleikunum í Blackpool og lögðu tónleikahöllina í rúst, rifu upp sæti, hentu flöskum og eyðilögðu píanó. 50 manns voru fluttir á sjúkrahús með margskonar meiðsl.

Nú segir á fréttavef BBC að  bæjarstjórnin hafi sent Stones bréf þar sem þeim er boðið að koma aftur.

Ári eftir Empress Ballroom tónleikana reyndu Stones að halda tónleika í annarri tónleikahöll en fengu ekki leyfi.

Forseti bæjarstjórnarinnar Peter Callow segist hafa beðið um að Stones yrði ritað bréf þar sem stæði: „Komdu aftur Mick, allt er fyrirgefið."

Hljómsveitin hefur ekki sent frá sér nein viðbrögð.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup