Þýsk kona hefur kært lækna fyrir að stækka á henni brjóstin. Ingrid Bruelling sem er 33 ára lagðist inn á sjúkrahúsið í Kassel til að láta fjarlægja húðfellingar sem höfðu myndast eftir að hún fór í skyndimegrun og missti 101 kíló.
Á Ananova fréttavefnum er haft eftir læknum að brjóstin hafi verið stækkuð með sílikonpúðum úr C upp í D stærð og að konan ætti ekki að kvarta þar sem brjóstastækkun væri besta leiðin til að strekkja á húðinni og fjarlægja hrukkur og húðfellingarnar.