Salernisgjald hjá Ryanair

Ryanair segist ætla að taka gjald fyrir salernisheimsóknir.
Ryanair segist ætla að taka gjald fyrir salernisheimsóknir. Reuters

Í fréttatilkynningu sem lággjaldaflugfélagið Ryanair sendi frá sér í dag segir að flugfélagið ætli að verða fyrsta alþjóðlega flugfélagið sem ætli að hefja gjaldtöku á salernum um borð í flugvélum sínum.

Grunnverð fyrir salernisheimsókn verður 2 evrur en fer hækkandi eftir því sem farþeginn dvelur lengur.

Greiðslan verður innheimt af sértöku tæki sem verður staðsett inni á salerninu og opnast salernisdyrnar ekki fyrr en greiðsla hefur verið innt af hendi.

Fréttatilkynningin var send út í dag en trúlegast er það lykilatriði að hún var send út degi og snemma og dagsett 1. apríl.

Í frekari útfærslu á greiðslufyrirkomulaginu kemur fram að hægt er að bóka salernisheimsókn fyrirfram á netinu og einnig væri hægt að kaupa klippikort fyrir farþega sem sjá fyrir mikla salernisnotkun.

Pekunia non olet

Fréttavefur norska blaðsins Aftonbladet hafði samband við framkvæmdastjóra Norðurevrópudeildar flugfélagsins, Wilhelm Hamilton og vitnaði hann í rómverska keisarann Titus Flavius Vespasianus sem lagði skatt á notkun almenningssalernis í Róm á fyrstu öld e.Kr. og sagði „Pekunia non olet" sem mun lauslega þýtt merkja að peningarnir lykti ekki þó þeir séu salernisskattur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar